146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:26]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ef fjármálaáætlun á að rísa undir nafni og vera mikilvægasta plagg ríkisstjórnar hverju sinni ætti þingsalurinn að vera fullskipaður. Þetta mál hefur farið til umsagnar í allar nefndir þingsins. Hér ætti ekki bara að sitja meiri hluti fjárlaganefndar heldur fólk úr öllum nefndum. Það er verið að gjaldfella þetta plagg algjörlega með viðveruleysi.

Mér finnst ekki þurfa að þakka einum eða neinum fyrir að sitja við þessa umræðu, (Gripið fram í: Það er rétt.) það er bara svo sjálfsagður hlutur. (Gripið fram í: Hárrétt.) Menn eru í vinnunni sinni á ofurlaunum, eins og þingmenn eru og allir vita.

Ef þetta verður svona verður hæstv. fjármálaráðherra að fara að smala sínum köttum í hús, eins og hefur verið talað um, kattasmölun (Forseti hringir.) til forna.