146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

umferðarlög.

307. mál
[12:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Pawel Bartoszek) (V) (andsvar):

Frú forseti. Já, við komum að ákveðnum þætti í þessu efni. Það þarf ekki endilega að fara saman að vera vinstri og að vera grænn. Ég get ímyndað mér að ef við færum að leggja á bílastæðagjöld sem væru þess eðlis að þau virkuðu hamlandi gagnvart því að fólk færi á tiltekinn stað á bíl, þá legðust þau gjöld auðvitað mismikið á fólk eftir því hversu háar tekjur það hefði. En þau gjöld eru græn engu að síður.

Mig langar að spyrja hv. þingmann því að ég vil fá það á hreint fyrir útgáfu nefndarálits minni hlutans, hvort sá skilningur minn sé réttur að minni hlutinn, Vinstri græn leggist ekki gegn málinu vegna þess að þau muni sitja hjá við afgreiðslu málsins eða hvort þeir muni styðja það. Hvernig verður lokaniðurstaðan hjá þingflokknum í þessu máli?