146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

umgengni um nytjastofna sjávar o.fl.

272. mál
[20:09]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með síðasta ræðumanni, hér er gott mál á ferðinni. Það er búið að taka svolítið langan tíma í þinginu. Það var líka hérna á síðasta kjörtímabili og núna höfum við náð að slípa þetta saman. Núna er verið að mynda umgjörð um nytina í Breiðafirði. Fram kom fyrir nefndinni og hjá þeim sem komu að þessu máli frá Hafrannsóknastofnun að við værum mun betur sett með þessi lög en við vorum áður vegna þess að það voru auðvitað ýmsar deilur um lögin. Þau munu væntanlega taka ýmsum breytingum í framtíðinni, en þetta er góð byrjun og ég tek undir með síðasta ræðumanni og legg til að við samþykkjum þetta frumvarp.