146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:39]
Horfa

Teitur Björn Einarsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég er ekki sammála henni. En ég vil gera nokkrar athugasemdir. Nú liggur fyrir í þessu máli að hæstv. ráðherra hefur uppfyllt rannsóknarskyldu sína. (JÞÓ: Nei, það liggur ekki fyrir.) Það hefur komið fram að hún hefur farið yfir gögn málsins, farið yfir umsóknir, farið yfir umsögn dómnefndar, farið yfir andmæli umsækjenda og hún hefur sérstaklega kallað eftir vinnugögnum nefndarinnar. Að hvaða leyti hefur ráðherra ekki sýnt fram á að hafa sinnt rannsóknarskyldu sinni? Það er spurning mín til hv. þingmanns sem skrifar undir nefndarálit minni hlutans. Hvað er það sem vantar upp á í þessu máli? Getur hv. þingmaður svarað því og útskýrt hvað er að baki þessari fullyrðingu um að ekki sé sýnt að ráðherra hafi sinnt rannsóknarskyldu sinni? Hvað er að baki þessari fullyrðingu? Hvað er það sem vantar upp á?