146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[12:44]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að þakka þingmanninum fyrir innlegg hans í þessa umræðu. Mig langar að spyrja hann út í eina af þeim sviðsmyndum sem hann hefur sett upp og hann telur besta, sem er einhvern veginn á þá leið að við frestum þingslitum um mánuð, nefndin fær í ró og næði að vinna þetta mál, með ráðherra, ég veit ekki, við ræðum hérna áfengisfrumvarpið í millitíðinni í friði og spekt, og síðan að þeim mánuði liðnum (Gripið fram í.) — ég er með orðið hér í pontu — skila allir sameiginlegu áliti í sátt og samlyndi og kjósa nýja dómara.

Af hverju heldur þingmaðurinn að það sé svo líklegt að þessi mánuður muni ekki fara í umræður eins og þessa? Af hverju heldur þingmaðurinn að þrýstingur á þingmenn að breyta þessari ákvörðun og búa til einn þriðja listann muni ekki koma upp á þessum tíma? Heldur þingmaðurinn að valdaviljinn til að skipa í svona embætti verði eitthvað minni yfir sumartímann?