146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:22]
Horfa

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (P):

Virðulegi forseti. Það er oft talað um að Alþingi njóti ekki virðingar og trausts. Mér finnst það nú bara ekki skrýtið eftir að hafa setið hér í þessum sal í dag. Vinnubrögð af þessu tagi eru algerlega óboðleg í nútímasamfélagi. Og að ætla að fara að klæða þetta fúsk í einhvern jafnréttisbúning er algerlega út í móa og hreinlega móðgandi fyrir konur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Að færa einhverja karlmenn upp og niður á lista er ekki jafnrétti. Ef það hefði bara verið að færa konur hefðum við getað tekið þennan jafnréttisvinkil. En nei, það eru fleiri breytingar. Og að vera að skýla sér á bak við þetta er hreinlega móðgandi fyrir allt hugsandi fólk. Ég segi nei.