148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[15:34]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, viðhorf mitt til þess sem hér er spurt um af hv. þingmanni er einfaldlega það að ég er þeirrar skoðunar að við verðum að klára þetta verkefni sem snýst um að afnema þetta. Það verður gert núna í áföngum. Til stóð að gera það allt núna um áramótin 2018 en verður í staðinn gert í tveimur áföngum. Það er verið að gera ákveðna málamiðlun þar. Það var kvartað undan því að ekki væri samráð við greinina. Hér er verið að mæta því. En út frá umhverfislegu sjónarmiði er ljóst að það er mikilvægt að klára þetta mál. Ég er sammála þingmanninum um það.