148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

athugasemdir við skýrslubeiðni.

[15:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég dreg sem sagt skýrslubeiðnina til baka að sinni en mig langar til að kvarta aðeins undan því að gagnrýnin hafi komið fram fyrst á þingfundinum en ekki í þessum nýju vinnubrögðum, umræðu stjórnmálanna o.s.frv., áður en þingfundur hófst. Ég var löngu búinn að senda meðflutningsbeiðni á þingflokksformenn á síðasta kjörtímabili meira að segja líka, þannig að það var búinn að vera nægur tími til að fjalla betur um málið. Ég bið því fólk um að íhuga að vera aðeins tímanlegar í vinnubrögðum á þinginu. Það hefur haft langan tíma til að skoða þetta.

Við drögum þetta til baka eins og er, tölum um þetta, náum góðri niðurstöðu og höldum áfram þaðan.