148. löggjafarþing — 25. fundur,  19. feb. 2018.

efnisgjöld á framhaldsskólastigi.

[15:27]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka aftur fyrir fyrirspurnina. Það fjármagn sem samþykkt var af þinginu á við fjárlög 2018. Hvað varðar efniskostnað sem var innheimtur án þess að fjárheimild væri fyrir því munum við nota varasjóði ráðuneytisins til að ganga í það mál.

Eins og hefur komið fram gerðist það að bráðabirgðaákvæðið var ekki framlengt árið 2017. Þess vegna þarf að greiða þessa fjárhæð til baka. Framhaldsskólarnir voru allir, ég setti það strax af stað 2. janúar, að skoða hvernig málið væri vaxið. Auðvitað er það bagalegt þegar mönnum tekst ekki að gera betur en þá var gert.

Hins vegar er góð stjórn á málinu. Við notum þá fjármuni sem til eru í ráðuneytinu, sem eru í varasjóði, en sú fjárheimild sem þingið samþykkti mun eiga við 2018.