148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:24]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þessi framganga ráðherranna og þá einkum og sér í lagi fjármálaráðherra, að hunsa þingið og mæta ekki til umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára, leiðir óneitanlega hugann að virðingu hæstv. ráðherra fyrir þinginu og virðingu hæstv. ráðherra fyrir sjálfum sér og sínu starfi. Manni verður hugsað til tillagna sem hafa komið fram í sambandi við að ráðherrar séu ekki lengur þingmenn. Hvort það sé kannski ráð að huga meira að þeim tillögum, að það að ráðherrar verði ekki áfram þingmenn geti orðið til þess að ráðherrar sýni þinginu meiri virðingu en þeir gera. Maður spyr sig (Forseti hringir.) óneitanlega: Lítur hæstv. fjármálaráðherra á sjálfan sig sem þingmann?