148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[14:52]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Bara að það sé skýrt vegna þess að hér er látið að því liggja, m.a. af hálfu hv. þm. Jóns Þórs Ólafssonar, að ég og félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum sem að vísu tveir eru meðflutningsmenn á frumvarpinu, hræðumst eitthvað að breyta kosningaaldrinum. Þvílík della. Ég ætla að halda einu fram, að líklega stendur enginn stjórnmálaflokkur jafn sterkt meðal yngri kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn. (Gripið fram í.) Að því leyti ættum við að vera helstu talsmenn þess að lækka kosningaaldurinn, jafnvel fara neðar, og það erum við. En við viljum standa sómasamlega að þessu og vera samkvæm sjálfum okkur. Um það snýst okkar gagnrýni.