148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda.

424. mál
[16:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svo sem engar athugasemdir við það að menn skoði slíkar leiðir. Aðalatriðið er að við teljum ekki þörf fyrir sérlög fyrir Lífeyrissjóð bænda lengur og teljum að samþykktir sjóðsins sem myndu síðan grundvallast á almennu löggjöfinni um lífeyrissjóði ættu að vera fullnægjandi umhverfi fyrir starfsemina. Ef upp koma álitamál eins og þau sem hér hafa verið rakin er sjálfsagt að þau verði skoðuð og allar leiðir rannsakaðar til þess að leiða í jörð allan ágreining um það efni. Ég vænti þess að nefndin muni einu sinni enn taka það til skoðunar eins og hefur gerst í fyrri umferðum með þetta mál.