148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:20]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Spurningin kemur ekki að tilefnislausu, frekar en annað úr þessum ræðustól. Það getur stundum þurft að grípa til úrræða eins og þessara með tiltölulega stuttum fyrirvara og þá vil ég brýna ráðuneytið í að hafa í huga að slíkt matsferli má ekki vera of íþyngjandi eða umsvifamikið en þarf engu að síður að vera faglegt, eins og þarna er tekið fram. Ég leyfi mér að brýna hæstv. ráðherra í þeim efnum.