148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[20:21]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Þessi samningur er ójafn. Ég hef farið yfir það hér og hef rætt þetta við hæstv. landbúnaðarráðherra áður. Það er ekkert að því að segja þessum samningi upp vegna þess að forsendur eru brostnar, okkar stærsta og besta markaðssvæði er að fara út úr samningnum með því að ganga úr ESB, þ.e. Bretlandsmarkaður.

Bara sem dæmi, ég veit ekki einu sinni hvort hæstv. landbúnaðarráðherra veit það, er góður skyrkvóti í þessum samningi, ég ætla ekkert að draga úr því, en sá skyrkvóti var hugsaður á Bretlandsmarkað. Þannig að það er fullkomin óvissa um það hvort hann komi til með að nýtast. Í ljósi þessa, bara þessa ákveðna atriðis, er ekkert að því að taka þennan samning upp að nýju. Það er eðlilegt í samningarétti og í alþjóðasamningum.

Ég held að landbúnaðarráðherra ætti að skoða það vandlega (Forseti hringir.) hvort ekki sé hægt að aðstoða landbúnaðinn með því að segja þessu upp og semja upp á nýtt. Það er ekkert að því.