148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:57]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að við skipulagsgerðina sé tekið tillit til allra leyfisveitinga annars skipulags og þar fram eftir götunum sem átt hafa sér stað áður. Væri um slíkt að ræða í þessu tilfelli geri ég ráð fyrir að einhver ákveðin leyfisveiting lægi að baki þangskurði sem þyrfti að taka tillit til við skipulagsgerðina í strandsvæðisskipulaginu.