148. löggjafarþing — 53. fundur,  23. apr. 2018.

framlög til samgöngumála í Reykjavík.

[15:14]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Virðulegur forseti. Samfylkingin í Reykjavík hefur nú kynnt stefnumál sín vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Flokkurinn leggur einkum áherslu á tvennt, tvö meginkosningaloforð, annars vegar svokallaða borgarlínu og hins vegar að Miklabraut verði sett í stokk. Hvort tveggja eru ríkisverkefni ef af verður og borgarstjóri hefur raunar tekið undir það og bent á að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir lendi að mestu leyti hjá ríkinu.

Spurning mín til hæstv. fjármálaráðherra er því: Mun hæstv. ráðherra fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík?