148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[16:04]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Willum Þór Þórssyni fyrir ágæta framsögu með nefndarálitinu og skýringum. Ég fagna þeirri ákvörðun, sem hv. fjárlaganefnd hefur tekið, að valda, ef svo má segja, framlög til Framkvæmdasjóðs aldraðra enda fram undan, með ákvörðun hæstv. ríkisstjórnar, miklar framkvæmdir í þeim málaflokki og mikilvægt að fjármunir til þess séu tryggðir, m.a. með þessu. Þetta er fagnaðarefni.

Mig langar í þessu sambandi að spyrja hv. þingmann hvort skilja megi breytingartillöguna svo að ekki sé um að ræða tímabundið ákvæði, þ.e. þar sem segir, með leyfi forseta:

„Fjárveitingin skal að lágmarki nema áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldinu skv. 1. mgr.“

Ég vil inna hv. þingmann eftir því hvort hér sé ekki örugglega átt við að ekki sé um tímabundna breytingu að ræða heldur verði þetta þannig framvegis, eða a.m.k. þangað til annað verður ákveðið. Þetta er afar mikilvægt vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur í raun verið kannski einn mikilvægasti þátturinn í því að tryggja áframhald í framkvæmdum hvað þetta varðar og því mikilvægt að fá það á hreint héðan úr ræðustól Alþingis að það sé þetta sem átt er við.