148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:20]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég vil bara vekja athygli á því þar sem hv. velferðarnefnd hefur verið mikið til umræðu að ef við tökum þann tíma sem við höfum nýtt í nefndinni til að ræða þingmál held ég að umræðan um stjórnarmál sé á pari, ef ekki meira, við þau þingmannamál sem rædd hafa verið. Ég tel vel að við séum að vinna vel þau mál sem þar eru. Þetta snýst líka um virðingu þingsins sem við höfum verið að ræða hér.

Hvert er hlutverk nefndarinnar? Að fara yfir málin og fá einhvern skilning. Svo koma nefndarmenn með ráðgjöf og upplýsingar til þingsins í síðari umr. eða 2. og 3. umr. (HHG: Er það kennsla?)Og það er það sem við höfum verið að ræða í nefndinni, hvaða mál séu tilbúin og hver ekki. Mörg þeirra eru að verða tilbúin og eru vel úr garði gerð út af þeim mikla tíma sem þau hafa fengið í nefndinni. Önnur minna.

Ég spyr: Er stjórnarandstaðan að kalla eftir því að við klárum öll þau mál sem nefnd hafa verið í dag og ræða þau hér á síðasta degi áður en þingið fer í hlé? Er það stóra vandamálið? (Forseti hringir.) Vilja þau fá að ræða málin á einum degi, öll þessi mál? Þá er ekki mikil og upplýst umræða um málin.