148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú erum við að fara að greiða atkvæði um lengdan þingfund. Það er mjög eðlilegt að sú beiðni komi upp á lokametrum þinghaldsins en það er núna gert til þess að fá leyfi meiri hlutans til að ræða mál sem er í bullandi ágreiningi, ræða afslátt til útgerðarinnar núna á lokametrunum. Fyrir þinginu liggja mörg þjóðþrifamál, mörg mál sem væri vert að ræða inn í kvöldið. En það er ekki verið að tala um það heldur að ræða ágreiningsmál um lækkun veiðigjalda sem borið er fram (Forseti hringir.) af þingmönnum, af meiri hluta atvinnuveganefndar. Það er algerlega óásættanlegt.