148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:25]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stjórnarandstöðunni voru gefin fyrirheit fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninga. Fyrir fram verður því ekki trúað að við þau fyrirheit verði ekki staðið. Ég óska þess að hæstv. forseti eyði allri óvissu í því efni. Bið ég hæstv. forseta að vera jafn skýrmæltan í þessu efni og hann er kunnur af. Til þess er ætlast af hæstv. forseta að hann sé forseti allra þingmanna óháð skipun í flokka. Nú reynir á það.