148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:54]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum hér að fjalla um atkvæðagreiðslu um þetta mál sem er stjórnarfrumvarp í dularklæðum, eða er Jón í skjóðunni, eða er alla vega ekki alveg það sem það gefur sig út fyrir að vera. Þetta mál á ekki erindi hingað inn í þessum búningi. Ef ríkisstjórnin hefur áhuga á að færa útgerðarmönnum gjafir verður hún sjálf að standa fyrir því og þá þurfa hæstv. ráðherrar sjálfir að vera menn til þess að tala fyrir því máli.