148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:21]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég vil koma hérna upp til að gera grein fyrir máli mínu. Ég var tekinn hérna afsíðis frammi á gangi og það var talað um að ég hefði skorast undan merkjum. Ég vildi greiða þessu máli með veiðigjöldin veg inn í þingið til þess að það fengi umræðu. Ég hef beðið um svör frá sjávarútvegsráðherra í allan vetur um þetta mál. Svo kemur það á dagskrá í gær og ég vildi ekki standa í vegi fyrir því. En ég greiddi því ekki atkvæði áðan að það kæmist á dagskrá núna vegna þess sem ég hef sagt hér áður í dag, það var búið að semja um það fyrir þinghlé að mál minni hlutans kæmust út úr nefndum. Við það hefur ekki verið staðið. Því var ég á rauða takkanum áðan um þetta mál, svo það sé sagt hér. Ég var ekkert að svíkjast undan merkjum.