148. löggjafarþing — 68. fundur,  5. júní 2018.

kjararáð.

630. mál
[15:48]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um eitt. Þetta gildir ekkert að eilífu. Þetta gildir þangað til Alþingi ákveður annað, vegna þess að lagasetningarvaldið er alveg skýrt. Við erum sjálfsagt ekki að hugsa í sömu ferlum, ég geri mér grein fyrir því, en mér finnst gæta einhvers misskilnings hjá hv. þingmanni. Alþingi mun ekkert á hverju ári koma saman og greiða atkvæði um breytingar á launum. Það verður fastákveðið í lögum að laun þingmanna og ráðherra, dómara o.s.frv. skuli breytast í samræmi við útreikning Hagstofunnar á meðallaunavísitölu eins og hún er hjá opinberum starfsmönnum.

Eina leiðin sem ég sé, fyrir okkur hér í þessum þingsal, til að hafa með beinum hætti og afgerandi hætti áhrif á okkar eigin laun, er að auðvitað við tökum einhverja geggjaða ákvörðun, brjálæðislega ákvörðun, um að hækka laun ríkisstarfsmanna um 30, 40, 50, 60, 70%. Við myndum auðvitað njóta góðs af því, en ekki til langframa, vegna þess að hér færi allt um koll.