148. löggjafarþing — 68. fundur,  5. júní 2018.

kjararáð.

630. mál
[15:55]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst nú afsökunar að ég gleymdi mér áðan, hefði kannski getað verið stuttorðari í fyrra svari mínu.

Það er alveg ljóst að það eru einhver ófrágengin mál. Við þurfum að tryggja að forstöðumenn þeirra stofnana sem hugsanlega hafa ekki fengið úrlausn sinna mála fái þá úrlausn. Það liggur hins vegar fyrir að kjararáð mun ekki gera það. Með bráðabirgðaákvæðinu er hins vegar verið að leggja það til að málum þeirra aðila, sem falla undir 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en eru með mál til meðferðar hjá kjararáði, verði lokið á grundvelli þeirrar lagagreinar. Það er alveg ljóst að ráðherra, þetta eru örfá mál, þarf að líta til þessarar lagagreinar og þeirra réttinda og skyldna sem viðkomandi starfsmaður hefur samkvæmt þeim lögum. Ég vona að þetta svari spurningu þingmannsins.