148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

393. mál
[19:06]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu og annarri um skylt mál greiðum við atkvæði um það sem oft hefur verið kallað mismununarlöggjöfin. Verði frumvörpin tvö samþykkt munu réttindi fólks sem tilheyrir jaðarsettum hópum í íslensku samfélagi aukast verulega og fólkið fá mjög mikla réttarbót. Mig langar að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir gott samtal og samstarf við vinnslu málanna. Ég vil ekki síður þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir að leggja til bráðabirgðaákvæði sem gerir það að verkum, verði ákvæðið samþykkt, að frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna verður útvíkkað. Ráðherra kemur þá að ári frá gildistöku þessara laga með frumvarp sem nær til enn stærri hóps og (Forseti hringir.) þar með verður mannréttinda- og réttindaverndin enn betri. Þetta er mikilvægt mál.