148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[14:08]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Óli Björn Kárason fór ágætlega yfir það hvernig afgreiðslu málsins úr nefnd var háttað. Hv. þingmenn Miðflokksins leyfa sér að tala um að það sé eins og fólk hér þori ekki í umræðu um málið. Ég var í umræðu um þetta mál í gær, hv. þm. Birgir Þórarinsson. Þar tóku margir Miðflokksmenn þátt, fleiri menn úr einum flokki en í nokkurri annarri umræðu í gær. Og það var bara fínt, það var athyglisvert að sjá hver er ástæða Miðflokksins fyrir þessu máli sem er hnútukast í marga fyrrverandi félaga sína í Framsóknarflokknum.

Svaf Miðflokkurinn í gegnum þá umræðu eða áttaði hann sig ekki á því að við vorum líka að ræða tillögu meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar í gærkvöldi? Tók Miðflokkurinn ekki eftir því? Fattaði hann það áðan?

Ég held að við þurfum öll, hvar sem við í flokki stöndum, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, að spyrja okkur: Ætlum við að taka þátt í þessu leikriti Miðflokksins sem byggist fyrst og fremst og nánast eingöngu á kergju út í fyrrverandi samflokksfólk sitt í Framsóknarflokknum?