149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

sjúkratryggingar.

11. mál
[19:37]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Spurningin var kannski of flókin, ég veit það ekki, ég hjó bara eftir því í ræðunni að þingmaðurinn sagði að honum væri bara alveg sama þó að menn greiddu sér arð.

Spurningin var sem sagt þannig að ef arðurinn er ekki nægilega mikill — við endurnýjum samninga reglulega, er það ekki? Ef ég er að reka svona þjónustu á einkareknum forsendum vil ég væntanlega fá einhvern arð. Gefum okkur að menn geri þetta í þeim tilgangi. Ef arðurinn er ekki nægur, væri hann tilbúinn að borga meira af því að væntanlega þarf viðkomandi að fá meiri arð þó að menn viti það ekki þegar þeir eru að ræða samninginn? Væri þingmaðurinn sem sagt tilbúinn að borga meira af því að arðurinn þarf að vera meiri eða stærri?