149. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2018.

breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.

25. mál
[16:48]
Horfa

Flm. (Hanna Katrín Friðriksson) (V) (andsvar):

Þetta er góð spurning og svarið er einfaldlega það: Mér finnst og okkur í Viðreisn, þegar við leggjum þetta frumvarp fram, að það sé ríkari ástæða og rík rök falli með því að hvatningin sé í formi þessa frumvarp sem samþykkt verði frekar en að það sé framkvæmdarvaldið og kerfið, embættismennirnir, sem skoði þetta annan ganginn til. Ég átta mig á því að þetta var niðurstaða þessarar nefndar í vor. Nú leggjum við þetta frumvarp fram vegna þess að við viljum hraða málinu. Til þess hníga öll rök. Það er alveg sjálfsagt og auðvitað gerist það með þetta mál eins og önnur þegar það fær sína þinglegu meðferð að það koma rök inn, þá hlustum við á þau. En þetta er málið. Við viljum ná þessu í gegn. Við viljum fá þetta inn í lög. Við fórum vel í gegnum skýrslu þess starfshóps sem ég nefndi áðan, við fórum gegnum þá vinnu sem innt var af hendi þessa mánuði áður en lögin voru samþykkt í júníbyrjun. Það liggja fyrir þær upplýsingar sem þarf. Þetta er bara spurning um að framkvæma málið.