149. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2018.

fiskeldi.

189. mál
[15:32]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held við séum bara að tala um nákvæmlega sama hlutinn. Hér er ekki um það að ræða að við séum að veita afslátt af reglum eða umhverfisáhrifum, alls ekki, heldur að gefa þann tíma sem þarf til að bæta úr því sem úrskurðarnefndin hnaut um, og það var að þeir greindu ekki frá öðrum valkostum. Þeir eru tilbúnir til þess að gera það og það er það eina sem þarf.

Mér er ekki sama um náttúruna, það er rétt hjá hv. þingmanni. Við fáum fiskeldisfrumvarp nú í nóvember og ég held að það sé önnur umræða. Við þurfum að stíga fast til jarðar þar því að við þurfum að veita þessari atvinnugrein skýrt umhverfi til að vinna eftir sem allir geta sætt sig við.

Mér skilst að ekki hafi verið hægt að gera þetta með mildari hætti. Unnið hefur verið að því í ráðuneytunum að leysa úr þessari flækju. Hæstv. sjávarútvegsráðherra leggur til þessa leið í þeim efnum. Ég veit ekki af hverju ætti að breyta því ef þetta virkar.