149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

þingmannamál á dagskrá og fundur í umhverfis- og samgöngunefnd.

[16:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Viðbótarskilaboð bárust í símann sem ég sá ekki fyrr en eftir að ég kom síðast í umræðu um fundarstjórn og í þeim er fundurinn í umhverfis- og samgöngunefnd boðaður að lokinni umræðu um samgönguáætlun, sem sagt meðan á þingfundi stendur. Það er enn undarlegra heldur en að þingfundi loknum því að samþykki allra nefndarmanna þarf til þess að halda nefndarfund meðan á þingfundi stendur. (Gripið fram í: Það var samþykkt á nefndarfundi í morgun.)