149. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2018.

eftirlit með skipum.

188. mál
[16:38]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki mat okkar og þeirra sem sömdu þetta frumvarp að þörf sé á því. Samgöngustofa hefur þetta eftirlit með höndum. Hana hefur einfaldlega skort úrræði til aðgerða. Umræðan varð til þess að málið var ekki klárað á síðasta löggjafarþingi en upphaflega kemur beiðni um þetta frá Landhelgisgæslunni, en önnur leið væri sú að Landhelgisgæslan væri með sambærilegar heimildir og lögregla, gæti klárað mál á staðnum. En hér er verið að leggja til að Samgöngustofa, sem hvort eð er hefur þetta eftirlit nú þegar, geti gengið þessa leið af því að þetta eru minna íþyngjandi úrræði en að kalla til lögreglu og setja í gang lögreglurannsókn eins og ég lýsti í innganginum.