149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

dómur um innflutning á hráu kjöti.

[15:18]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég svara því strax að það er óeðlilegt að við séum að gera stífari kröfur á innlenda framleiðslu en erlenda. Það er engin skynsemi í slíku. Við eigum einfaldlega að gera sömu kröfur til okkar framleiðslu og við gerum til annarra. Það er mjög einfalt í mínum huga.

Ég bendi hv. þingmanni á það, þegar hann segir að 13. gr. hafi með þessum dómi verið felld úr gildi, að svo er ekki. Íslensk stjórnvöld sömdu með þeim hætti sem raun ber vitni og í samningunum 2006 var látið á það reyna til hins ýtrasta að fá að halda inni kröfunni frá Íslandi um bann við innflutningi á hráu kjöti. Evrópusambandið féllst ekki á það árið 2006. Þar af leiðandi var gerður samningur sem hljóðaði upp á annað. Það er í raun sú samningsskuldbinding sem við sætum hér nú, þ.e. hún er dæmd ólöglega innleidd af íslenskum löggjafa, að það samrýmist ekki þeim (Forseti hringir.) samningi sem íslensk stjórnvöld gerðu, og var leitt til niðurstöðu árið 2006/2007.