149. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2018.

deilur Rússa við Evrópuráðið.

[15:25]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég á von á því að við ræðum þetta á vettvangi Norðurlandanna og sömuleiðis NB8. Ég held að það skipti máli að við séum samstiga hinum nánu vinaþjóðum okkar hvort sem það er í þessu málefni eða mjög mörgum öðrum, en kannski sérstaklega í þessu. Á þessum tímapunkti held ég að ekki sé rétt að vera með stórar yfirlýsingar um það sem tengist hugsanlegri útgöngu Rússa. Við skulum vona að menn nái einhverri niðurstöðu sem væri ásættanlegri. Við skulum byrja á því að sjá hvað verður. Það er mat flestra að þrátt fyrir að deilur hafi verið út af framgöngu Rússa sé betra að hafa þá þarna inni en ekki. Þannig að við skulum vonast til þess að þeir verði áfram inni og styðja Thorbjørn Jagland í þeim verkefnum. (Forseti hringir.) Síðan munum við taka á þeirri stöðu sem upp kemur ef hún kemur upp. Þá liggur fyrir vilji okkar að styðja Evrópuráðið.