149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

umboðsmaður barna.

156. mál
[16:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú er það skylda okkar þingmanna að starfa samkvæmt stjórnarskrá og þeirri sannfæringu sem því fylgir, samkvæmt sannfæringu, samvisku og heiðarleika. Það er mikill samnefnari í þessu. Þegar ég var að vinna á leikskóla í gamla daga kynntist ég fullt af krökkum og heiðarleika þeirra. Ég hef oft sagt það síðan þá að ég myndi að mörgu leyti treysta þeim betur til að vera hér í þessum sal en okkur sem erum hér. Við getum lært ýmislegt um heiðarleika af börnum.

Í kjölfarið, út af barnaþingi, langaði mig til að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort börn fái að nota þennan sal.