149. löggjafarþing — 28. fundur,  7. nóv. 2018.

orð þingmanns í störfum þingsins -- frumvarp um búvörulög.

[15:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þetta er svolítið eins og að horfa á sjónvarp með unglingi, það er verið að skipta á milli rása, [Hlátur í þingsal.] tvö mál í gangi. Ég ætla að vera á þeirri rásinni sem er að ræða deilur Framsóknarflokks og Miðflokksins um hvor á mál. Sú umræða minnir mig dálítið á lífið í Norðurbyggð 1b á Akureyri þar sem ég ólst upp með sex systkinum. Þó að ég ætti gjarnan í útistöðum úti í bæ við félaga mína voru hvergi harðari rifrildi en inni á heimilinu. Kannski var það vegna þess að við systkinin vorum svo lík þrátt fyrir allt. Ég ætla að leggja það til að flokkarnir verði sameinaðir (Gripið fram í: Heyr, heyr.) — og þið megið kalla mig Salómon.