149. löggjafarþing — 33. fundur,  19. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[18:05]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er gleðilegt, ef þetta er rétt, að aðhaldskrafan skuli vera tekin burt. En það er auðvitað áhyggjuefni þegar við erum að fara að taka í notkun ný hjúkrunarrými í Reykjavík, eða hvar sem er, að það eru ekki margir ginnkeyptir fyrir því að taka að sér þann rekstur við þessar aðstæður. Vonandi tekst það. Það er óumdeilt að þarna er mikill vandi, stóri vandinn okkar í heilbrigðisþjónustu. Það er alveg ótrúlegt miðað við hvað við verjum miklum peningum í þetta kerfi að það skuli ekki vera kostnaðarmetið, kostnaðargreint. Við vitum ekkert hvað hlutirnir kosta, eða lítið, við skulum ekki taka of djúpt í árinni.

Við komum ekki inn á bílaverkstæði án þess að fá að vita nokkurn veginn hvað kostar að gera við bílinn okkar. Þetta er ekki svona í heilbrigðiskerfinu. Það er stóri vandinn.