149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:04]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er merkilegt að verða vitni að því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi á móti því að menn tali saman og ráðgist um hluti. Það er að vísu miklu þægilegra að ráðgast við formann hv. atvinnuveganefndar en þingflokksformanninn, þó ekki væri fyrir nema það að þingflokksformaðurinn er burstaklipptur og erfiðara lúta að eyra hans. Svo hlutirnir séu á hreinu.

Ég vil nefna það að þegar menn tala um skamman fyrirvara að umræðunni og að málið sé rifið út úr nefndinni að það var boðað í vor að fram kæmi frumvarp til nýrra veiðigjalda í haust. Ég skilaði af mér málinu til atvinnuveganefndar fyrir tveimur mánuðum. Þingið er búið að sitja með þetta mál í tvo mánuði. Það kann mönnum að þykja skammur tími. Ég bendi á það að stærri mál en þetta hafa verið afgreidd á undraskömmum tíma og miklu skemmri tíma en hér liggur undir.