149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:38]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég tek undir þau sjónarmið. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki fylgst með þessari þróun á gámaútflutningum síðustu misseri, en ég veit að hv. þingmaður er mjög athugull og talnaglöggur maður þannig að ég veit að hann fer með rétt mál.

Það spilar kannski margt inn í og eins og komið hefur fram sitjum við ekki við sama borð og útgerðir annars staðar varðandi veiðigjöld og kolefnisgjöld og annað slíkt. Kostnaður útgerðarinnar er miklu meiri hérna heima út af því. En þetta er áhyggjuefni og þarf að skoða það gaumgæfilega til að fá sem mest virði út úr fiskveiðum með fiskvinnslu.