149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[21:00]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spurði í upphafi ræðu sinnar, í ljósi þess að sjóðum sem styðja sjávarútveg hefur fækkað töluvert, hversu marga sjóði þyrfti til að viðhalda sjávarútvegi í dag og styðja við hann. Ég held að því sé auðsvarað. Það er einn og það er ríkissjóður.

Við getum sagt í því samhengi að skattafslættir hafa verið veittir til útgerða. Vísir, sem hv. þingmaður nefnir sjálfur, var t.d. eitt þeirra fyrirtækja sem mest nutu góðs af skattaívilnun vegna fjárfestinga hér um árið, í fimm ár. Það hljóp á einhverjum hundruðum milljóna.

Það mætti líka nefna að ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að hafa einhvers konar samhengi.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvernig getum við, ef það er hugmyndin að hafa einhvers konar varanlega útdeilingu á sviði auðlinda, ekki horft svolítið á þær tölur og þann afslátt og sagt að við viljum einhvers konar sanngirni og að við viljum alla vega hafa það þannig að (Forseti hringir.) þeir sem hafa fengið þessar útdeildu auðlindir hætti að ganga svona á ríkissjóð?