149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:20]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Forseti. Ég vil sérstaklega biðla til þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sem hafa ítrekað í gegnum tíðina viljað, með stefnu þessara flokka að leiðarljósi, ræða um tímabundin ákvæði. Hér er ekki verið að tala um nákvæmlega samning heldur einfaldlega verið að útskýra út á hvað veiðigjaldið gengur. Það er mjög algengt í lögum sem kalla eftir gjaldi að sagt er hvað gjaldið gengur út á.

Við erum að undirstrika það hér að veiðigjald er greiðsla fyrir tímabundin afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Við erum að undirstrika hagsmuni þjóðarinnar bara í þessu breytingarákvæði okkar og breytingartillögu. Þess vegna biðla ég sérstaklega til þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri grænna um að taka undir með okkur. Þetta er risahagsmunamál fram í tímann fyrir þjóðina.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir já.