149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

stjórnsýslulög.

493. mál
[14:49]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja umræðuna heldur vil bara fagna jákvæðum umræðum hv. þingmanna um þetta mikilvæga mál. Ég er sannfærð um að við eigum eftir að ná að afgreiða það á farsælan hátt á Alþingi.

Ég kvaddi mér aðallega hljóðs af því að hv. þm. Smári McCarthy rifjaði upp að hann hefði setið í nefnd sem ég skipaði sem menntamálaráðherra á fyrri árum. Við sjáum að við munum þurfa að eyða allmörgum árum í viðbót ef við ætlum að klára öll þau mál sem við setjum af stað. Ég lít á þetta sem sérstaka brýningu til okkar hv. þingmanns um að vera hér jafnvel enn lengur. [Hlátur í þingsal.]