149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:02]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ætli ekki sé best að haga orðum sínum á þann veg að ég reyni að koma sjónarmiðum mínum að í fundarstjórn hér í beinu framhaldi af þessu andsvari. Mig langar að spyrja hv. þingmann, í seinna andsvari mínu, hvort hann sjái fyrir sér að málið geti unnist til loka í meiri sátt en við höfum séð í þessum sal síðustu 13 klukkustundirnar eða hvort hann sjái fyrir sér að við Miðflokksmenn tölum áfram hér þar til þingflokksfundur hefst á morgun og reynum að kalla eftir svörum. Einhverjir eru nú í húsi enn sem gætu svarað einhverjum spurningum okkar. Ég spyr hvernig hv. þingmaður sjái það fyrir sér að málum vindi fram.