149. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2019.

kolefnismerking á kjötvörur.

275. mál
[14:48]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þessa fínu ábendingu. Ég er fullkomlega sammála því að það væri ágætt að merkja öll matvæli yfirleitt. Með því leggjum við áherslu á að við reynum að framleiða sem mest hér innan lands og viljum gjarnan vera sjálfbær í þeim efnum.

Það er mjög fínt að minnast á þetta með titilinn, að þetta sé ekki svona einfaldlega orðað og mætti vera ítarlegra til að sýna fram á um hvað málið snýst.