149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:57]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Niðurstaða dóms hverfðist einmitt um að menn stæðu við gerða samninga. Þarna var í engu tekið á öryggismálum eða öðru slíku sem snertir völlinn. En krafan um lokun brautarinnar er engu að síður frá Reykjavíkurborg komin. Það er sjálfstæð ákvörðun.

Þess vegna ítreka ég spurningu mína, sem mér fannst ekki koma nægjanlega gott svar við: Er þingmaðurinn þeirrar skoðunar að norður/suður-brautinni skuli lokað árið 2022? Það er spurningin.

Síðan ætlaði ég auðvitað, af því að ég gleymdi því í fyrra andsvari, að vísa því til föðurhúsanna að flutningsmenn tillögunnar beri takmarkaða virðingu fyrir stjórnarskrá Íslands. Slík ummæli dæma sig sjálf.

En spurningin er: Er það afstaða hv. þingmanns á norður/suður-brautinni skuli lokað árið 2022?