149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

búvörulög.

646. mál
[15:20]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er, eins og hæstv. ráðherra hefur rakið, frumvarp sem snertir fyrst og fremst starfsumhverfi bænda og byggist á samkomulagi, samningi, sem gert hefur verið og því kannski ekkert mikið að segja varðandi efni þess sem slíks. Það sem ég velti fyrir mér og langar að spyrja hæstv. ráðherra út í er hvort á döfinni séu eða í umræðu breytingar á starfsumhverfi afurðastöðvanna í sauðfjárrækt til að styrkja starfsumhverfi bænda enn frekar. Ég spyr hvort aðgerðir séu á dagskrá eða í vinnslu.