149. löggjafarþing — 78. fundur,  11. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[17:33]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir spurningarnar, ég gleymdi því áðan og biðst afsökunar á því.

En hv. þingmaður spyr um breytt hlutverk. Gjaldtökumálið er ekki til umræðu hér, en boðuð er umræða um það sérstaklega. Ég get aftur á móti alveg svarað játandi spurningu hv. þingmanns um framlög til rannsóknar á villtum laxi. Ég gæti alveg séð það fyrir mér. Ég myndi líka vilja sjá, án þess að ég ætli að fara langt út í umræðu um boðað frumvarp um gjaldtöku, að þar yrðu að koma fram efnahagslegir hvatar til að minnka álagið á umhverfið og smíða það inn í gjaldtökuna með þeim hætti að við séum að viðurkenna aukinn kostnað eldisfyrirtækja, sem aftur myndi þýða minni áhættu fyrir umhverfið. Það held ég að sé lykilatriði þegar við ræðum gjaldtöku af þessari atvinnugrein, að við byggjum þar inn rétta hvata til að gera vel.