149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

sjúkratryggingar.

644. mál
[11:24]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þetta kom fram í umsögn Persónuverndar sem send var til ráðuneytisins 19. október 2018. Ég hefði talið skynsamlegt að fylgja tilmælum og tillögum Persónuverndar við gerð lagabreytinga á grundvelli persónuverndarlaga, sérstaklega, eins og ráðherra sagði, þar sem þessi viðkvæmi þáttur kemur að persónuupplýsingum á heilbrigðissviði.

Mér þætti vænt um að heyra hvers vegna það var ekki gert í þessu tilfelli. Einnig væri gagnlegt að vita hvort ráðherra hyggist birta umsögn Persónuverndar þar sem ég get ekki séð að hún hafi verið birt neins staðar.