149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:50]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ein mínúta dugar vel því að þetta snýr bara að því atriði að það er tæplega hægt að kalla til röksemdir sem gilda í Noregi til stuðnings þeim málflutningi sem hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson var með áðan, einfaldlega vegna þess að sá er grundvallarmunurinn að Norðmenn eru tengdir Evrópu í þessu tilliti en við Íslendingar ekki. Það sem Norðmenn telja sig kunna að hafa glatað af yfirráðum yfir raforkupólitík sinni á hreinlega ekki við hér. Við erum ekki tengdir.