149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

40 stunda vinnuvika.

181. mál
[16:25]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar örstutt að þakka fyrir söguupprifjunina og kannski minnast á að þetta frumvarp var fyrst lagt fram 16. október 2014, sem er nokkru áður en greinin vísar til. Það er því hægt að finna enn eldri tilvísun í þessa styttingu vinnuviku, svo ekki sé nefnd þessi 200 ára saga um baráttu fyrir styttingu vinnuviku sem við erum enn að vinna í.