149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:08]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir andsvarið, hv. þingmaður. Ég held að við eigum bara að hafa það leiðarljós sem við höfum haft í vinnu okkar í mörgum málum, sérstaklega í velferðarnefnd, það eru forvarnir og lýðheilsa. Ef við tökum upp þau gleraugu og horfum á frumvarpið held ég að við ættum að hafna því. Við þurfum að hugsa þetta aðeins lengra. Í upphafi skal endinn skoða og ég held að mjög mikilvægt sé að við gerum það við afgreiðslu málsins.